Skapandi hugleiðsla

sem heildræn kennsluaðferð

ásamt skapandi hugleiðsluhandbók

 
 
Markmiðið með meistaraverkefninu mínu er að hvetja til þess að skapandi hugleiðsla verði hluti af almennri kennslu.
 
Í skapandi hugleiðslu felst að nemendur eru leiddir í sjónrænt ferðalag sem þeir svo vinna úr á skapandi hátt þegar komið er til baka. Kennsluaðferðin á heima í öllum skólastofum, á öllum skólastigum, og getur nýst til að skapa nýja sýn á viðfangsefnin.
 
Meistaraverkefnið er tvíþætt. Annars vegar fjalla ég um hugleiðsluferðalag og listræna endursköpun á upplifun, þann heilandi kraft sem í þeim felst og hvaða erindi slík iðkun á við nemendur.
 
Hins vegar felst verkefnið í að þróa handbók sem hugsuð er sem kennslutæki og hugmyndabrunnur fyrir alla kennara, ekki síst sjónlistakennara, til að leiða nemendur í hugleiðsluferðalag og í framhaldi að styðja nemendur í að framkalla upplifunina í listsköpun í samtali við sína innri visku, reynslu og minningar í flæði ímyndunaraflsins.
 
 

 

 
 
Ásta Sigríður Ólafsdóttir
asta.olafsdottir [at] gmail.com
20 ECTS
Leiðbeinandi: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir​
2021