Textíll líðandi stundar
Samræður í textílmennt um mikilvæg álitamál í samtímanum

 
Útgangspunktur ritgerðarinnar er starfendarannsókn sem fólst í textílkennslu í 8. bekk.
 
Rannsóknin er unnin í samstarfi við verkefnið: Listrænt ákall til náttúrunnar sem er þverfaglegt þróunarverkefni í umsjá dr. Ásthildar Jónsdóttur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Eftir að hafa kennt í 5 ár vildi ég ögra sjálfri mér í starfi og rannsaka hvernig efla megi samræður í textílmennt.
 
 

 

Fræðilegi hluti ritgerðarinnar er byggður á meginsviðum heimspekinnar sem eru: Hið fagra, tengsl manna og fegurðar með áherslum frá sjónarhorni fagurfræði wabi-sabi. Hið sanna, út frá þekkingu okkar á textíl, þróunar á honum, áhrifum og stöðu í samfélaginu og skólum. Hið góða, með breyttum kennsluháttum sem stuðla að þroska og ræktun einstaklingsins með áherslur á framsæknum - og gagnrýnum kennslufræðum í anda John Dewey og Paulo Freires.
 
Við úrvinnslu rannsóknarinnar studdist ég við rannsóknardagbók og ígrundanir í formi hljóðupptaka og mynda úr kennslustundum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að með því að vera opin fyrir hugmyndum nemenda megi efla þekkingu þeirra, auka víðsýni og dýpka tengsl við textíl í gegnum samræður við kennsluna.
 
Við framkvæmd verkefnisins mynda nemendur reynslu sem efla tengsl nemenda við eigin hugsanir, textíl og umhverfi þeirra. -Að reka sig á, finna nýjar leiðir, byrja upp á nýtt en gefast ekki upp, allt myndar þetta dýrmæta reynslu sem stuðlar að vexti hverrar manneskju. Mýktin sigrar hörkuna og veikleikinn styrkinn, allt er eins og það á að vera, fullkomlega ófullkomið.
 

 

mynd_af_asrunu.jpg
 

 

Ásrún Ágústsdóttir
asrunagusts [at] gmail.com
Leiðbeinendur: Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Ólafsson Waage
30 ECTS
2021