Listasmiðjur með hælisleitandi börnum

 
 
Meistaraverkefnið ,,Börn í tómarúmi“ er byggt á listasmiðjum sem ég hélt í samstarfi við Rauða kross Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.
 
Listasmiðjurnar fóru fram í húsnæði Rauða krossins. Þátttakendur voru hælisleitandi börn og ungmenni staðsett á stór-Reykjavíkursvæðinu.
 
Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um fyrri reynslu mína sem kennari og listamaður sem hefur nýst mér við gerð smiðjunnar á meðan seinni hlutinn fjallar um smiðjurnar sjálfar og fræðin sem liggja til grundvallar.
 
Markmið smiðjanna var þríþætt:
 
Í fyrsta lagi að skapa aðstæður til að virkja og hvetja unga hælisleitendur til að tjá sig í myndrænu formi án orða og í öðru lagi að bjóða þátttakendunum að taka þátt í Barnamenningarhátíð með því að setja upp sýningu í Þjóðminjasafninu.
 
Í þriðja lagi var markmiðið var að halda sýningu í sambandi við Barnamenningarhátíð og þar með gera börnin sýnilegri í nærsamfélaginu, gefa smá innsýn á hagi þeirra og vekja áhuga og umræðu um málefni barna á flótta. Með því að gefa þeim rödd á þennan hátt skapaðist forsenda til valdeflingar.
 
Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á að reynsla þessara einstaklinga skiptir máli. Því vildi ég gefa þeim tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni á sínum forsendum.
 
 
 
mynd_af_verkefni.png
 

 

 
asdiskalman [at] gmail.com
Leiðbeinendur: Ásthildur Björg Jónsdóttir og Ellen Gunnarsdóttir
2017