108 Lilongwe / The bar is not open, because it is closed

Á sama hátt og börn tileinka sér orðaforða og reglur tungumálsins til að gera sig skiljanleg fyrir öðrum, tileinka þau sér fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig best sé að túlka heiminn með teikningu. Til að aðrir geti séð að húsið sem þú ert að teikna sé hús, er best að byrja á ferning með þríhyrning ofan á. Hringur er sól, þríhyrningur fjall. Bogadregnar línur sem mætast í hvössu horni: farfuglar á leiðinni út í fjarskann. En hvað með þessa bugðóttu línu? Ójöfnur á veginum eða hættulegir snákar? Skífa sem er deilt í fjóra hluta ... verða veitingar? 

16._asdis_hanna_gunnhildar_gudnadottir_asdis19lhi.is-2.jpg