Hvernig er veðrið í dag? 

Tónlist og skapandi hreyfing fyrir leikskóla

 
 
Hvernig er veðrið í dag? er námsefni sem leggur áherslu á tónlist og skapandi hreyfistund í veðurþema fyrir kennara í leikskóla, ásamt fræðilegri greinargerð tengd efninu.
 
Megimarkmið námsefnisins er að þróa hugmyndir að skapandi tónlistar- og hreyfiverkefnum og deila þeim með öðrum sem vinna með ungum börnum.
 
Veður er þema þessa námsefnis því að það hefur mikil áhrif á líf, hegðun og umhverfi okkar. Verkefnið veitir börnum upplifun og skilning á mismunandi veðri með fjölbreyttum aðferðum.
 
Greinargerðin er fræðilegur grunnur námsefnisins og þar er komið inn á þætti sem ýta undir tjáningargetu og sköpunargáfu barna. Meðal annars er fjallað um tjáningu barna sem er leikur og list, mikilvægi reynslunnar sem er námsferli byggt á kenningum John Dewey, sköpun, skapandi kennslu og skapandi hugsun barna.
 
Skoðuð er hugmyndafræði Reggio Emilia og Orff nálgunar (þ. Orff Schulwerk) í tónlistarkennslu sem leggja áherslu á barnamiðað og skapandi nám. Í lok greinargerðarinnar eru þessar tvær nálganir bornar saman og skoðaðir möguleikar á að þræða þær saman til að byggja upp skapandi starf í tónlist og skapandi hreyfingu. Með þessar tvær nálgarnir í huga bjó höfundur til námsefni um veður og gerði tilraunakennslu á efninu.
 
Niðurstaða tilraunakennslunnar leiddi í ljós að skapandi kennsla opnar marga möguleika fyrir nám barna og eykur tjáningargetu og sköpunargáfu þeirra.
 
Með því að gefa börnum tíma til að uppgötva og bera virðingu fyrir skoðunum þeirra, finna börnin að þau tilheyri skólaumhverfinu frekar og njóta sín betur. Uppeldisfræðileg skráning er góð leið til að skoða námsferil barna og þróa starf skóla.
 
Skapandi kennsla snemma í bernsku byggir góðan grunn og skapar börnum meiri möguleika og bjartari framtíð.
 
Höfundur vonar að þetta námsefni veiti kennurum innblástur til að veita börnum tækifæri til að þróa tjáningarhæfni sína og sköpunargáfu í gegnum tónlist og skapandi hreyfingu.
 
 

 

Asako Ichihashi
asaichi7 [at] gmail.com
Leiðbeinendur: Kristín Dýrfjörð og Kristín Valsdóttir
Listkennsludeild
20 ECTS
2021