Arnar Ómarsson
www.arnaromarsson.com

Hvarfpunktur fjallar um hina efnislegu hugmynd um Jörðina eins og henni er miðlað í stafrænu umhverfi. Fjarlægt sjónarhorn loft- og gervihnattamynda er nýtt í verkinu til að flétta saman stafrænum og áþreifanlegum skilning á umhverfinu, með það fyrir augum að skapa rými til gagnrýnnar skoðunar á samþættingu þeirra. Verkið notfærir sér stafræna miðlun tiltekins staðar—ásamt rannsóknum á Jörðinni sjálfri—sem verkfæri til að rannsaka hvernig tölvusýn breikkar skilning á hvað er efnislegt. Rannsóknarefni verksins er skotpallur á suðurströnd Íslands þar sem eldflaugum var skotið út í geim á miðjum sjöunda áratugnum. Steyptur pallurinn er í sjálfum sér áþreifanleg víkkun sjóndeildarhrings mannkynsins, bæði frumspekilega og tæknilega, þar sem hann er upphafstaður brottfarar frá yfirborði jarðar í bókstaflegum og hugmyndafræðilegum skilningi.