Arnar Birgisson
BA Myndlist 2017
arbirbis [at] gmail.com

 

Verkin verða til án meðvitundar, mögulega handan meðvitundar. Í þeim vinn ég með frjálst flæði og visst ferðalag hugans yfir á flötinn. Flöturinn veldur áhrifum frá hinu meðvitaða yfir til hins ómeðvitaða.

Ofsjón/óstjórn. Hvernig sem horft er á söguna hefur málverkið náð að skapa sér sess sem hver og einn virðist geta haft skoðun á. Hefur sú skoðun eitthvert gildi eða fer hún einungis á mis við tilfinningu málarans og orku þess sem gerði verkið? Undirmeðvitund er að mínu mati það sem gefur verkinu gildi, hún tekur alla stjórn frá listamanninum og gefur hana til hins ómeðvitaða. Litir, form, sakleysi og óstjórn. Alheimsmeðvitundin hefur gefið henni líf. Málverkið er dáið, hugmynd getur aldrei verið fersk, glæný eða hrein? Nei. Því get ég ekki verið sammála því innan stjórnaðs kerfis eins og okkar samfélag er, telur maður allt eiga sér sögu og fortíð, en meðan hið óljósa er ekki sýnilegt getur nokkuð hið sýnilega sýnt hið óljósa? Hugmynd er alltaf ný því möguleikar umhverfis okkar eru enda-lausir, hver hlutur getur fengið nýja túlkun við hverjar nýjar aðstæður. Málverkið þarf ekki striga eða ramma til fullkomnunar, fegurðargildi hlutanna fer alltaf eftir hverjum og einum, litirnir skapa alltaf það sem þeir eiga að skapa og svo er niðurstaðan undir þér komin. Tilfinningin sem verkið gefur frá sér er einungis undir hverjum og einum að upplifa því enginn getur upplifað það sem ég upplifði við gerð verksins. Verkið hefur fengið sitt eigið líf og túlkunin algjörlega komin til áhorfandans. Hið óljósa er orðið sýnilegt. Hefðin er dáin, hugmyndin er sú. Undan huga mínum hefur orðið eitthvað til sem einungis ég hefði getað gert, þó er ekki vitað hvernig hugmyndin hefði orðið til í huga einhvers annars. Hefði hugmyndin orðið að list eða hvað er list? List er opinn vettvangur, allt er list, lífið er list. Minn vettvangur er málverkið og listin mín er þín.