Tónlist í skólastarfi

Tónlist og söngur sem mikilvægur þáttur í málörvun tví- og fjöltyngdra barna

 
 
Meistaraprófsritgerð þessi er fræðileg umfjöllun um tengsl tónlistar við tungumálaúrvinnslu og fleiri þætti er tengjast námi og mannlegu eðli.
 
Fjallað er um fjölgun barna á Íslandi sem hafa íslensku sem annað tungumál og námslega stöðu þeirra. Færð eru rök fyrir því að tónlist og söngur geti haft margvíslega ávinninga þegar kemur að námi, eflt orðaforða og bætt málkunnáttu tvítyngdra barna meðal annars með því að stuðla að aukinni notkun tungumálsins.
 
Jafnframt er hér vísir að starfendarannsókn þar sem prófaðar verða leiðir við að nota tónlist og söng í almennu skólastarfi með aðferðum starfendarannsókna.
 
Niðurstöður benda til þess að tónlist, einkum sönglög geti aukið noktun tungumálsins og að í þeim felist dýrmætt tækifæri til að vinna með tungumálið á fjölbreyttan hátt. 
 
 
354f8097-0457-4461-b23e-f43b8c40b0e4.jpeg
 

 

Anna Margrét Óskarsdóttir
operanna [at] hotmail.com
Leiðbeinandi: Kristín Valsdóttir
Listkennsludeild
20 ECTS
2021