Tilgangur þessa verkefnis er að kynna nokkrar aðferðir til að eiga við hljóð í hönnunarrannsóknum. Í rannsókn minni lít ég á hljóð sem hlut í sjálfu sér. Þetta er fræðileg greining sem leitast við að breyta því hvernig fólk skynjar svokallaðan „hávaða“, sem er oft á tíðum talinn pirrandi hluti af hljómvettvangi okkar, en má líta á sem hvata sem skapar jákvæða upplifun.  

Hljómvettvangurinn er hljóðumhverfi heimsins og tekur til allra hljóðeðlisfræðilegra rannsóknasviða. Hljómvettvang má skilgreina sem tónverk, útvarpsþátt, skóg, skóla eða einangrað hljóðeðlisfræðilegt umhverfi. 

Skynjun á þátttöku á grundvelli jafnvægis og samræmis milli mannlegrar tjáningar og náttúruhljóða umturnast við uppkomu megindlegs ómælanlegs hljóðveruleika. Í þessu tilfelli, verður einstaklingurinn einfaldlega passífur móttakari, áhorfandi að óviðráðanlegum raunveruleika. Hljómvettvangurinn þarf að gefa til kynna vísun í menningarlegt, táknrænt og félagslegt umhverfi. Með því að beita rannsóknum á hljóðeðlisfræðilegum fyribærum og kóðunarfræðum er hægt að íhuga hljómvettvanga á hátt sem máli skiptir og þannig gera þá aðgengilega hönnuðum.

Eftirfarandi spurningum skal velt upp: Hvað skiptir máli þegar við heyrum hljóð og hvernig getur þekking haft áhrif á umhverfið og mannlega vitund? Hvernig ber að gera sér hugmynd um þessi hljóð? Þörf er á greiningu og þekkingu til að öðlast vitund og skilning á skynupplýsingum, hljóði í þessu tilfelli, til að vinna úr því sem við nemum og til að draga af því einhverja merkingu. Það er hægt að fanga smáatriði í umhverfinu og taka þau öll inn til að skynja heildarmyndina. Markmið mitt með verkefninu er að kanna tengsl milli hljóðs og skynjunar með því að lesa úr eða afkóða eðlisfræðilögmál, menningarþætti og kennistærðir í hljóði. Þessi rannsókn og hönnun snýst um að leita að einhverju á einbeittan og kerfisbundinn hátt til þess að skapa nýja þekkingu með virkri tilraunastarfsemi og túlkun á nýjum hljóðskynjunum. Verkefnið kannar hlustun á „hávaða“ til að þróa nýtt viðhorf til að skilja hljóð og tónlist, til þess að finna nýjan hugsanahátt sem hjálpar hlustendum við að skilja lögun hljóðs í gegnum greinandi rannsókn. Þessi rannsókn gæti komið að gagni fyrir hönnuði, borgarskipuleggjendur, tónlistarfólk, listamenn og aðra sem vilja upplifa nýja skynjun eða breyta henni. 

 

Markmið rannsóknarinnar er að greina hljóðið sem rýfur mörk og fyllir allt rými að nánast yfirþyrmandi marki, sem má þá einangra og skilja. Hljóðið sem fer inn í líkamann og vekur hann til lífsins, gegnsýrir rýmið, gargandi af lífs of sálar kröftum.  

Verkefni mitt er borðspil sem má nota til að kanna frekar margbreytileika hljóðskynjunar. Spilið leggur til nýja nálgun til að skilja borgarumhverfi og að þróa verkefni með rannsóknum á sambandi hljómvettvangs og borgar. Reykjavík, sem er með samþjappað borgarumhverfi, reyndist mér frábær formgerðarflokkun fyrir rannsóknina.