Sláðu inn leitarorð
Andri Þór Arason
Andri Þór Arason
Stúdíur: blóm, foss / Studies: flowers, waterfall
2020
Teikningar á glærur, akrýl málning / Drawings on transparent sheets, acrylic paint
60 x 90 cm
Fram að aldarmótum 2000 voru glærur notaðar fyrir flestar teiknimyndir. Teikningin var þá á þeirri hlið sem snýr að okkur og á hina hliðina var málað með akrýl. Síðustu mánuði hef ég fundið fyrir aukinni þörf fyrir að kafa djúpt í eitthvað. Ég nýtti tímann til að kynnast þessari hverfandi aðferð hreyfimynda.
Myndefni verkanna vísar í teiknimyndir, teiknimynda aðferðir og hugtök. Sérstaklega vísa ég í aðferð sem kallast “smear”. Í smear teikningu er teygt úr myndefninu (sem á að hreyfast) eða myndefnið margfaldað. Þessar smear teikningar eru notaðar þegar orkumiklar og hraðar hreyfingar eiga sér stað í teiknimynd. Teikningarnar sjást varla þegar maður horfir á teiknimynd, en eru samt sem áður mikilvægur partur af heildinni.