Andreas Brunner
www.andreas-brunner.com

Það er tilfinningin fyrir samtíð margfelldra upplifana, sem allar eiga sér stað samtímis, sem leiðir mig til þess að rannsaka hvernig við getum brotist undan því lamandi flóði sem hringrásarbundin gildiskerfi eru innan sífellds streymis samtíða. Upplausnin sem fólgin er í þessari rannsókn krefst ákveðinnar frystingar á fljótandi ástandi sem er bæði óræðið og sleitulaust, frystingar sem mundi gera okkur kleift að upplifa kyrrstöðu - díalektískt augnablik innan hinnar reynslubundnu íveru. Í samhengi þessara kyrrstöðu búta myndast möguleikar á nýjum samböndum, eða samtengingum sem fljóta upp á meðvitað yfirborð hinnar reynslubundnu íveru. Það er svo í hverfulu augnabliki þessarar reynslubundnu íveru sem við berum kennsl á eigin frumkvæði í samhengi við þá merkingar-hleðslu sem leiðir okkur inn í fyrirsjánleg (fyrir vikið) framtíðar viðmið.