Ég þarf frí 

MDF, viður, frauðplast, málning, spartl 

Takir þú títuprjón og stingir á þig gat muntu sjá það svart á hvítu að þú ert rautt að innan og óhjákvæmlegur sannleikurinn er sá að ég er það líka. 

Ég safna litlum títuprjónsgötum og hleypi þannig því sem er inni út, breyti því ósýnilega í hið sýnilega. Sjáðu mig og sjáðu þannig þig. Því ég er rauð að innan og ég er rauð að utan og í hvert skipti sem ég bíð á rauðu ljósi minnir mig hvað lifir inni.    

Inn og út.  

Innan og utan. 

Ég tek orðin út og skil þau eftir inni. Orðin eru rauð því þau eru enn inni í mér. Ég raða tóminu svo þú sjáir mig og sjáir mig ekki.   

Þegar ég opna á mig gat lekur sannleikinn og blóðið út. Sannkallaður sannleki. Ég passa mig samt að gera ekki of stórt gat því hættan er sú að ég tæmist. Og það hræðir.   

Hvernig fær maður fólk til að sjá fegurðina í blóðinu?  

12._andrea_valgerdur_jonsdottir_andreavalgerdurjonsdottirgmail.com-9.jpg