Núll í hæstu hæðum  

PET plast, málning og þráður  

 

Núll er til í höfðinu á þér, en er hinsvegar ekki til í raunveruleikanum, segir Rober Kaplan, stærðfræðiprófessor við Harvard háskóla og höfundur bókarinnar um Núll. Þegar við tölum sögu talna í stærðfræði er núll mikilvæg tákn einskis, en fyrir okkur, þýðir allt.

Þegar þú horfir á núll sérðu ekkert, en ef þú horfir í gegnum það, sérðu heiminn. Núll nær eins langt og augað eygir, núll sameinar heildarmyndina.

Núll er eina talan sem er hvorki jákvæð né neikvæð. Hún situr í miðjunni, táknar upphaf, eða hvíld áður en athöfn hefst. Hún er byrjun, tómið, óendanleikinn og eilífðin.

Eining. 

Hringrás.

Formin í verkinu hafa fylgt mér og minni sköpun í áraraðir. Lífræn, líkamleg lögun sem minna á augu, eyru, píkur, leg. Þau fljóta í loftinu, minna mig á frelsið sem ég finn þegar mig dreymir að ég sé loftkennt vitund, ekkert, vitni að því sem olli mér sársauka áður. Ég get séð, ég heyri, ég skynja. En ég er ekki í líkamanum mínum. Ég er núll, ég er ekkert, en á sama tíma er ég allt.

16._andrea_hauksdottir_andreahauksgmail.com-10.jpg