Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í bakkalárnámi í myndlist.
 
Í fjarnámskeiðinu er farið yfir þróun alþjóðlegrar samtímamyndlistar frá árinu 1970 til okkar tíma. Leitast er við að varpa ljósi á framvindu þessa tímabils, helstu stefnur, hreyfingar, einstaklinga og hugmyndir sem einkenndu tímabilið. Lögð er áhersla á að kynna þá nýju miðla og aðferðir sem fram komu á þessum tíma; umhverfislist hvers konar og innsetningar; gjörninga og uppákomur, op- og hreyfilist; skjá- og myndbandalist, hugmyndalist og ljósmyndalist. Einnig er reynt að bregða ljósi á þjóðfélagslegt samhengi hvers tíma, þ.e. er varðar stjórnmál, efnahag og samfélag.
 
Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
  • hafa skýra yfirsýn og þekkingu á helstu stefnum, hreyfingum, verkum og listamönnum sem voru áberandi á tímabilinu,
  • hafa þekkingu og skilning á mikilvægi hinna nýju miðla í listsköpun sem fram komu á síðastliðnum áratugum,
  • geta greint samfélagslegan og pólitískan bakgrunn samtímamyndlistar og áttað sig á hlutverki hennar í alþjóðlegu menningarsamhengi,
  • geta beitt helstu hugtökum og fræðikenningum um myndlist, sem fram komu á tímabilinu, í greiningu á verkum myndlistarmanna og starfsumhverfi þeirra,
  • geta aflað sér heimilda á sjálfstæðan hátt og fjallað gagnrýnið um efni námskeiðsins, dregið sjálfstæðar ályktanir og rökstutt skoðanir sínar með vísun í hugsun og verk fræði- og listamanna.
Námsmat: Ritgerðir, verkefni og ástundun
Kennari: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir
Staður og stund: Fjarkennsla, 20. janúar til 7. apríl 2021
Tímabil: miðvikudaga, kl. 10:30-12:10 (ekki er kennsla 10. mars, páskafrí 31. mars) 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
Kennslutungumál: íslenska 
Einingar: 4 ECTS
Verð:  49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is