Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í BA námi í myndlist.
 
Í námskeiðinu er farið yfir þróun alþjóðlegrar samtímamyndlistar frá árinu 1970 til okkar tíma. Leitast er við að varpa ljósi á framvindu þessa tímabils, helstu stefnur, hreyfingar, einstaklinga og hugmyndir sem einkenndu tímabilið.
 
Lögð er áhersla á að kynna þá nýju miðla og aðferðir sem fram komu á þessum tíma; umhverfislist hvers konar og innsetningar; gjörninga og uppákomur, op- og hreyfilist; skjá- og myndbandalist, hugmyndalist og ljósmyndalist. Einnig er reynt að bregða ljósi á þjóðfélagslegt samhengi hvers tíma, þ.e. er varðar stjórnmál, efnahag og samfélag.
 
Námsmat: Skrifleg verkefni, myndverk og próf.
 
Kennari: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes, fimmtudagar kl. 8.30 -10.10.
 
Tímabil: 11. jan. - 22. mars 2018.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Stúdentspróf.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is