Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er fyrir þau sem vilja kynna sér almenna tónlistarsögu frá miðöldum til samtímans. Grunnnámskeið (BA) í Tónlistardeild.
 
Lýsing: Tónlistarsagan frá miðöldum til samtímans er skoðuð með það fyrir augum að fá yfirsýn yfir helstu strauma og stefnur í vestrænni tónlistarsögu. Hlustað er á verk sem þykja einkennandi fyrir þróun og stíl á hverju timabili. Saga tónlistarinnar er skoðuð í samhengi við þróun í öðrum listgreinum og mannkynssögunni almennt. Leitað er svara við spurningum er lúta að forsendum þróunar og stílrænna breytinga.
 
Námsmat: Skriflegt lokapróf og stutt tímaverkefni.
 
Kennari: Tui Hirv. 
 
Staður: Skipholt 31.
 
Stund
 
07.01.2020 08:30 - 10:10
14.01.2020 08:30 - 10:10
21.01.2020 08:30 - 10:10
28.01.2020 08:30 - 10:10
11.02.2020 08:30 - 10:10
18.02.2020 08:30 - 10:10
25.02.2020 08:30 - 10:10
10.03.2020 08:30 - 10:10
17.03.2020 08:30 - 10:10
24.03.2020 08:30 - 10:10
31.03.2020 08:30 - 10:10
21.04.2020 08:30 - 10:10
28.04.2020 08:30 - 10:10
 
Tímabil: 7. janúar - 28. apríl, 2020.
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Bakkalárgráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: sunnaran [at] lhi.is