NÁMSKEIÐIÐ VERÐUR KENNT HAUSTÖNN 2021

Fyrir hverjar er námskeiðið: Námskeiðið er ætlað öllum þeim tónlistarkennurum sem vilja efla sig í starfi og/eða bæta við sig kennslufræði tónlistar.

Námskeiðið er grunnnámskeið í kennslufræði, hluti af námsframboði sem er í þróun hjá tónlistardeild LHÍ og ætlað er að mæta menntunarþörf þeirra tónlistarkennara sem hafa mikla reynslu og færni af vettvangi en skortir formlega kennslufræðilega menntun.

Á námskeiðinu er starf tónlistarskólakennarans sett í samhengi við ýmsar námskenningar, námsmatsfræði, námskrár og kennsluhætti. Fjallað er um markmiðssetningu í námi, gerð kennsluáætlana og hæfniviðmiða. Fjallað er um nemendamiðað nám og fagmennsku í skólastarfi.

Nemendur vinna ýmis konar verkefni út frá lesefni námskeiðsins og tengja við eigin starfsvettvang og reynslu. Mikið er lagt uppúr því að verkefni námskeiðsins tengist starfsvettvangi, nemendur geti unnið með þætti sem tengjast beint eigin kennsluvettvangi.
Í lok námskeiðsins á nemandi að geta: 

  • Lýst og gefið dæmi um helstu áherslur í aðalnámskrá tónlistarskóla og sett í samhengi við skipulag kennslu,
  • lýst og gefið dæmi um helstu námsmatsaðferðir í tónlistarkennslu og lagt mat á hvaða aðferð hentar hverju sinni, 
  • lýst helstu námskenningum og borið saman á greinandi hátt, 
  • sett sér markmið í kennslu og undribúið kennsluáætlun og fært rök fyrir vali sínu,
  • gert grein fyrir hugmyndum um fagmennsku í kennslu og tekið upplýsta afstöðu til þeirra,
  • unnið skipulega, gert verkáætlun og fylgt henni hvort heldur sem er í einstaklingsvinnu eða hópvinnu, 
  • beitt viðurkenndum aðferðum við öflun gagna sem tengjast sviði kennslufræða og úrvinnslu þeirra. 

Námsmat: Verkefnavinna: lestrardagbók, umræðuþráður, skrifleg verkefni, ritgerð.
Kennsluform: Fjarkennsla
Kennari: Elín Anna Ísaksdóttir
Staður og stund: Fjarkennsla 
Tímabil: Haustönn 2021, kennt verður 11. september til 30. nóvember 2021
Forkröfur: Námskeiðið er hluti námsframboðs fyrir tónlistarskólakennara 
Einingar: 10 ECTS
Verð: 10 eininga námskeið - 122.500 kr. (án eininga) / 153.000 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.

Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Opna LHÍ, karolinas [at] lhi.is 

 

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ