Almar Steinn Atlason
almaratlason [at] gmail.com

Ég græt innan í mér af því að Þorleifur á ekki heima hjá pabba sínum. Mamma hvort er verra heilabrot eða heilahristingur? Líklega heilabrot, þá brotnar heilinn. Þegar ég dey þá verðuru að kaupa risastóra krukku til að jarða mig í. Á morgun þá þurfum við að grafa naggrísinn aftur upp. Ef að guð hefur gleymt að sækja hann og hann er ennþá í dollunni þá ætla ég að hafa hann inni hjá mér svo honum líði vel. Þú veist ekkert af hverju ég er að gráta. Ég græt af því að Kúddi er dáinn. Ég dey líka. Þú deyrð nú ekki strax. Sennilega deyrðu bara ekki fyrr en þú ert orðin gamall maður með skegg. Pabbi minn er með skegg. Mamma að drekka blóðið úr einhverjum og að drekkja einhverjum er það ekki það sama? Hildur María er að byrja í kramhúsinu. Ég ætla ekki að hætta í dansi. Ég þrái hana eins og hjartað í mér slær. Ég mun aldrei gleyma henni alveg sama hvað jörðin snýst um. Hildur María er hætt á leikskólanum. Það er eins og ég þrái Ölmu Grétu. Það er sko eins og ég þrái Ölmu Grétu bara með einu hjarta en Hildi Maríu með tveim. Ekki segja Hildi þetta og fjölskyldan hennar. Hún verður döpur. Hún vill ekki vera döpur því hún er svo glöð stelpa. Gunnhildur aftur á móti, hún, hún er fílupúki. Sérðu hundinn? Borðum við hundakjöt? Af hverju ekki? Uppáhalds dýrin mín eru eitraðar slöngur og eitraðir snákar. Mig langar samt mest að eiga lítinn snák sem er ekki eitraður. Ég græt innan í mér af því að pabbi hans Gumma dó.

úr minnisblöðum leikskólabarns