Alfreð Óskarsson
BA Myndlist 2017
alfredoskarsson [at] gmail.com

 

Með tengingu hluta skapast eining. Könnunarleiðangur hljóðs og raf- bylgna. Verkið er þögult í fjarveru áhorfenda, en með tilkomu þeirra byrjar hljóð að óma. Áhorfendurnir ákveða merkingu verksins. Einangrun er óhjákvæmilegur hluti af nútímasamfélagi þar sem einstaklingsframtakið skiptir öllu, en máttur einstaklingsframtaksins kemur ekki síst frá þeim sem á horfa. Í eðli útvarpsins speglast samfélag misleitinna skoðanna; menningarlegra og félagslegra gilda.

Verkið rannsakar handahófskenndan samruna hljóða. Hljóðin eru annaðhvort úr útvarpi eða hljóðrituð af mér. Í gegnum sameiningu þeirra, kóðans og samfélagsins verður til heild. Í hvert skipti sem kviknar á verkinu verður til einstök upplifun, hljóðið er aldrei eins. Veggurinn, búinn til úr misgömlum hátölurum úr öllum áttum, er virðingarvottur til þeirra sem ruddu veginn.