Sláðu inn leitarorð
Alexandre Fortin
Alexandre Fortin
Í Egyptalandi fyrir um 4000 árum síðan hóf mannfólkið að rækta plöntur og tré í pottum. Þessi nýja iðja umbreytti verulega ástandi plantanna. Plöntur ræktaðar á þennan hátt urðu algjörlega háðar eigendum sínum þar sem þær voru einangraðar frá náttúrulegri hringrás vatnsins. Auk þess var nú mögulegt fyrir plöntur og té að ferðast á milli staða.
Síðan þessi iðja hófst hafa plöntur og tré í auknum mæli ferðast á milli staða á baki kameldýra eða á þilfari úthafsskipa á leið yfir Miðjarðarhafið.
Í dag er það ekkert tiltökumál að eiga plöntur heima við og það kæmi ekki á óvart að plöntu væri að finna á hverju heimili á Vesturlöndum. Hinsvegar eru nánast engar upplýsingar til um ferðir pottaplantna.
Markmið verkefnisins er að sýna plöntusafn og upprunasögu þeirra eins langt aftur og hægt er. Samansafn þessara upplýsinga eru áhorfendum aðgengilegar til aflestrar. Við sýningarlok verða plönturnar í sameiginlega pottinum færðar í skólabyggingu þar sem nemendur og starfsfólk geta hugað að þeim og lært um þær.