Hvernig veit ég hvort ég fæ hæfi?
Athuga inntökuskilyrði. Ef í vafa vinsamlegast hafið samband við deildarfulltrúa dagmar [at] lhi.is
 
Hvernig sæki ég um?
Hér sérðu allar upplýsingar um ferlið. 
 
Má nota síma til að taka upp?
Já, en mælt er með að skoða vel útkomuna - gæðin á mynd- og hljóðupptökunni.
 
Má einhver annar taka mig upp/sjá um uptökuna?
Já svo framarlega sem upptakan er ekki á hreyfingu.
 
Af hverju má ekki klippa myndina?
Við viljum sjá hvernig hægt er að skapa ferðalag persónunnar á milli tilfinninga án þess að nota tæknibrellur. Til þess að nefndin fái tilfinningu fyrir lifandi flutningi umsækjanda.
Aðeins er leyfilegt að klippa framan af eða aftan af upptökunni ef hún reynist lengri í heldina. Innsenda upptakan þarf að vera óbreytt og óslitin. Það skiptir ekki máli hvort við fáum að sjá nákvæmlega allt. Mikilvægast er að þú sért sátt/ur.
 
Getur myndbandsupptakan verið lengri en tvær mínútur?
Nei, ef hún er lengri munum við ekki taka hana til greina. Hér erum við að gæta að jafnrétti allra umsækjenda. Allir fá sama tíma í þessu þrepi sem og í þrepi 2 og 3. 
 
Ættirðu að þekkja textann utanað?
Já.
 
Hvað gerist ef ég gleymi hvað ég á að segja?
Það eru gæði leiksins sem skiptir máli.
 
Get ég notað sama texta í þrepi 1 og 2?
Já. Ætlast er til þess að umsækjendur noti eintalið sem þeir völdu úr 1. þrepi og bæti við einu öðru frá listanum.
 
Hvað gerist ef ég kemst ekki í gegnum textann í þrepi 2?
Við stoppum þegar tíminn er liðinn en það hefur engin áhrif á mat okkar á frammistöðu þinni.
 
Má ég breyta textanum?
Nei, ekki má breyta, sleppa eða bæta neinu við eintalið.
 
Verð ég að hafa lesið leikritið sem eintalið er tekið úr?
Nei. Hinsvegar getur það reynst umsækjenda vel að hafa kynnt sér verkið, söguþráðinn og hlutverkið til að eiga auðveldar með að setja sig í spor persónunnar sem túlkuð er.
 
Má klæða sig upp fyrir þrep 2?
Ef þú vilt og heldur að það hjálpi þér. Það breytir engu um afstöðu okkar. Gott að hafa í hugsa að tíminn er naumur og því er skynsamlegt að mæta tilbúin/n.
 
Má nota leikmuni í þrepi 2?
Engin vopn eða hnífar, en aðrir leikmunir eru leyfðir. Ef þú vilt geturðu komið með það sem þú heldur að þú þurfir til þess að styðja við leikinn. En huga skal að stærð og þeim tíma sem tekur að stilla upp.

Fagstjóri

Listamaðurinn útskrifast aldrei. Hann er alltaf á leiðinni.
 
Sviðslistir og list leikarans eru listir augnabliksins. Leikari verður að vera frjáls hvert augnablik í listsköpun sinni. Okkar markmið er að nemendur hvíli í sjálfum sér og upplifi sig sem farveg fyrir þá sögu sem sögð er, það listaverk sem fæðist.  
 
Nám í leiklist miðar að því að afhenda nemendum verkfæri sem auðvelda aðgengi að eigin sköpunarkrafti sem hægt er að miðla til áhorfenda. 
 
Með því að spegla sig í ljósi sögunnar, horfa til framtíðar og meta líðandi stund frá mörgum sjónarhornum hefur leikari mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu.

 

Halldóra Geirharðsdóttir