Sláðu inn leitarorð
Aldís Rún Ingólfsdóttir
Verði hold
Aldís Rún Ingólfsdóttir
Verði hold
XX
Manneskja fæðist ekki kvenmaður, heldur verður kvenmaður.
XY Karlmaður er viðmið, kvenmaður er frávik.
XYX Mörkin milli hans og hennar verða óljós. Að lokum sameinast þau í eitt.
Óskilgreind. Í trúarbrögðum birtast formföst kynjahlutverk og misrétti kynjanna. Kvenmaður verður að vera kona, karlmaður verður að vera karl. Gildishlaðin orð marka hlutverk okkar og hegðun, frá upphafi til enda.
Hvernig afneitar maður kynhlutverki án þess að verða kynlaus?
Verði hold.