Ágústa Gunnarsdóttir
BA Myndlist 2017
AGUSTAGUNNARS@GMAIL.

 

Verkið heitir „your best life anyway“, sem er tilvitun í setningu sem vinkona mín sagði við mig í messenger samtali, en öll tilvitnunin er „life being meaningless shouldn’t keep you from living your best life anyway“.

Á gólfinu verður steypuskúltúr með orðunum „ATTENTION FREE OF GRAVITY“ greiptum í. Skúlptúrinn minnir óneitanlega á dyraþrep, en markmiðið er að kalla fram í áhorfendanum löngun til þess að stíga ofan á hann (það má). Þetta er í raun byrjunarreitur verksins. Til þess að nálgast hugmyndirnar sem ég er að vinna með í réttu hugar–ástandi, hugmyndir um loftslags- og heimskvíða, er nauðsynlegt að hafa þessa setningu sem grunnstef. Athygli án þyngsla. Til þess að horfast í augu við sjálfan sig í samhengi við heiminn og heimsmálin er nauðsynlegt að staðsetja sig kyrfilega í sínum hugarlundi.

Byrjunarreiturinn er semsagt ATTENTION FREE OF GRAVITY, en þaðan hefur áhorfandi útsýni yfir á YOU KEEP THAT COOL EXTERIOR, sem er vídjóverk sem sýnir mig ganga þessi sömu orð í snjóinn, einskonar skilaboð frá mér til jarðarinnar-þó er þetta einnig fundin setning sem upprunalega beindist að mér. Ég sem listamaður fúnkera þá sem einskonar prismi, ég meðtek þessi orð og beini þeim síðan út í heiminn í breyttri mynd. Sama á við um hitt vídjóverkið sem þú nálg-ast út frá ATTENTION FREE OF GRAVITY, en það er ACCEPT CHANGE. Í því verki má sjá mig hlaupa þessi orð í sandinn við strandlengjuna í Grafarvogi, það er ákveðið panik í gangi, asi í mér, en ég er að gera mitt besta eins hratt og ég get.

Verkið er í þessum tengingum. Þegar þú horfir á ACCEPT CHANGE með ATTENTION FREE OF GRAVITY í huga myndast öðruvísi hugrenningatengsl heldur en án innleggs þess sem byrjunarreits, og sama á við um YOU KEEP THAT COOL EXTERIOR.

ag_1.jpg