Agnes Ársælsdóttir
www.agnesar.com

Á Klambratúni kennir ýmissa grasa. Sumar plöntur hafa staðið þar í hálfa öld og breytt vel úr sér. Aðrar eru nýrri og enn að róta sig. Flestar plönturnar hafa verið gróðursettar þar í nytsamlegum eða fagurfræðilegum tilgangi. Það eru til plöntur sem þrá að dvelja á túninu en er samstundist kippt upp með rótum. Þau túngrös deyja ekki ráðalaus og vaxa aftur næsta vor. 

Ég býð upp á leiðsögn um Klambratún og kynni til sögunnar persónur af plöntuætt sem ég hef kynnst í heimsóknum mínum þangað. Við kynnumst plöntunum hverri á sinn hátt og kannski okkur sjálfum í leiðinni.

Í flestum verkum mínum sæki ég í samtal við áhorfandann um hluti í hversdeginum og leita að nýrri leið til þess að horfa á þá. Viðfangsefnin eru mismunandi en eiga það sameiginlegt að fjalla um samkennd á einhvern hátt. Ég lít svo á að eitt mikilvægasta skrefið í átt að aukinni samkennd sé að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og hlusta á þá sem á vegi manns verða.