Lesaðstaða
Lesaðstaða er í báðum útibúum safnsins fyrir einstaklinga jafnt sem hópa.

Hlustunaraðstaða
Í Þverholti er borð með hlustunaraðstöðu þar sem hægt er að hlusta á geisladiska. Heyrnartól má fá lánuð í afgreiðslu.

Tölvur og prentun
Þráðlaust net er í báðum útibúum fyrir nemendur og kennara. Um tengingu á þráðlausu neti má sjá nánar á síðu tölvusviðs.

Skanni er til afnota fyrir gesti safnsins í Þverholti.