Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja nýta aðferðir tónlistar í kennslu á öllum skólastigum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýta nálgun í tónlist. Nemendur kynnast fjölbreyttum leiðum til tónsköpunar, textavinnu og fjölbreyttum kennsluháttum tónlistar. Þeir kynnast hagnýtum og fjölbreyttum aðferðum tónlistarnáms og kennslu.
 
Lögð verður áhersla á að veita innsýn í hvernig tengja má tónlist við allar námsgreinar þegar unnið er með fjölbreytt viðfangsefni og samþættingu.
 
Námskeiðið er fyrst og fremst verklegt þar sem gerðar eru tilraunir með kennsluaðferðir tónlistar og margvísleg verkefni.
 
Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni í tímum.
 
Kennari: Gunnar Ben er aðjúnkt við tónlistardeild og fagstjóri skapandi tónlistarmiðlunar. Hann starfaði sem tónmenntakennari í grunnskóla í 13 ár, stjórnar kórum, semur leikhústónlist og spilar þungarokk. Gunnar útskrifaðist með postgraduate gráðu í skapandi tónlistarmiðlun frá Guildhall School of Music and Drama árið 2000.
 
Staður og stund: Laugarnes, kl. 9.20 - 12.10.
 
Tímabil: 30. apríl, 3. maí, 7. maí, 10. maí og 17. maí, (5 skipti) 2019.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.