Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja notast við aðferðir lista í skólastarfi. Skyldunámskeið í meistaranámi í kennslufræðum.
 
Í námskeiðinu kynnast nemendur fjölbreyttum aðferðum og nálgunum leiklistar, sjónlista og tónlistar og hvernig þær megi nýta í kennslu. Farið er í ólíkar leiðir og sköpunarferli eftir listgreinum en einnig unnið þvert á greinar. Áhersla er lögð á listgreinarnar sem hluta fjölbreyttra kennsluhátta og aðferða til að dýpka þekkingu nemanda á viðvangsefnum. Námskeiðið er í grunninn hagnýtt en tengt helstu hugmyndum og kenningum listgreinakennslu.
 
Í lok námskeiðs ættu nemendur að geta;
-beitt helstu hugtökum tengdum aðferðum í leiklistar-, myndlistar- og tónlistarkennslu í almennu námi,
-skilið hvernig hægt er að nýta aðferðir lista í daglegu starfi innan skóla og hvaða kenningar liggja þar að baki,
-skipulagt námskeið eða verkefni þar sem fjölbreyttum kennsluháttum byggðir á aðferðum lista er beitt,
-þekkt helstu námsmatsleiðir og samræma kennsluháttum,
-þróað eigin kennsluhætti og tengt við fyrri menntun.
 
Námsmat: Verkefni.
Umsjón: Hye Joung Park 
Staður og stund: Laugarnes, 10. janúar til 25. apríl 2023
Kennslutími: Þriðjudagar, kl. 9:20-12:10, 10 skipti, (ekki kennsla 3.-18. apríl)
Einingar: 6 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249