Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja nýta leiklist í kennslu á öllum skólastigum, með áherslu á grunnskólastigið. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Á námskeiðinu kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og kennsluleiðum. Þeir kynnast kennslufræði leiklistar og tengslum hennar við nám og kennslu. Nemendur læra að beita aðferðum leiklistar þegar nálgast á viðfangsefni og fá innsýn í hvernig tengja má þær við allar listgreinar.
 
Nemendur fá verklega kennslu í aðferðum leiklistar, spreyta sig á margvíslegum verkefnum, auk þess sem þeir fá sýnikennslu í grunnskóla á því hvernig kennsluaðferðir leiklistar geta tengst námsefni. Fjallað verður um gildi og notkun leikja í skólastarfi og tengsl þeirra við nám. Nemendur kynnast lesefni innan listmenntunar þar sem fjallað er um helstu kenningar um gildi lista í námi. Að auki kynnast nemendur margvíslegum námsmatsaðferðum í leiklistarkennslu.
 
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að: 
 
-geta beitt helstu hugtökum sem tengjast leiklist í kennslu,
-þekkja til nýjustu rannsókna á sviði leiklistar í kennslu,
-skilja hvernig hægt er að nýta leiklist í daglegu starfi innan skóla, hvaða kenningar liggja þar að baki og þekkja helstu námsmatsleiðir,
-geta beitt aðferðum leiklistar á faglegan hátt í þeim tilgangi að nálgast markmið mismunandi námsgreina,
-geta skipulagt fjölbreytt verkefni þar sem aðferðir leiklistar dýpka skilning og styrkja samskipti og sjálfsöryggi nemenda,
-geta unnið sjálfstætt og skipulega að fjölbreyttum og skapandi viðfangsefnum tengdum leiklist.
 
Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni í tímum.
 
Kennari: Ása Helga Ragnarsdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes.
 
20.02.2020 13:00 - 15:50
25.02.2020 13:00 - 15:50
27.02.2020 13:00 - 15:50
17.03.2020 13:00 - 15:50
19.03.2020 13:00 - 15:50
 
Tímabil: 20. febrúar - 19. mars 2020.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum). 
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249