Leikritið Aðfaranótt bar sigur úr býtum í leikritasamkeppni sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og Félags leikskálda og handritshöfunda um leikrit fyrir útskriftarárgang leikarabrautar.

Leiðir nokkurra ungra manneskja liggja saman eitt laugardagskvöld á skemmtistað í Reykjavík. Langanir og væntingar, óuppgerð mál, innibyrgð reiði, nýjar og fornar ástir. Glösin fyllast og tæmast, og smám saman bresta hömlurnar. Áður en nóttin er liðin er ein af þessum ólíku manneskjum dáin og önnur með mannslíf á samviskunni. Nærgöngul rannsókn á margvíslegum birtingarmyndum árásargirninnar í samskiptum fólks.

Kraftmikið verk um myrkrið og ljósið, fullt af óvæntum, beittum húmor. Með því að efna til leikritasamkeppni vill sviðslistadeild LHÍ efla íslenska leikritun. Mikilvægt er fyrir leikaraefni að takast á við ný, íslensk verk sem endurspegla samtíma þeirra, og spreyta sig á hlutverkum sem eru skrifuð sérstaklega fyrir þau.

Átta leikarar munu útskrifast með B.A.-gráðu í leiktúlkun eftir að hafa lokið þriggja ára námi sem veitir nauðsynlegan grunn í fræðilegri þekkingu og tæknilegri hæfni til að takast á við störf í fagumhverfi sviðslista samtímans.  Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ, í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Leikarar 

Útskriftarnemendur:
Árni Beinteinn Árnason
Ebba Katrín Finnsdóttir
Elísabet S. Guðrúnardóttir
Eygló Hilmarsdóttir
Hákon Jóhannesson
Hlynur Þorsteinsson
Júlí Heiðar Halldórsson
Þórey Birgisdóttir

 

Leikstjórn

Una Þorleifsdóttir
 

Höfundur

Kristján Þórður Hrafnsson

 

Búningar og leikmynd

Rebekka A. Ingmundardóttir 

 

Tónlist 

Gísli Galdur