Nemendur læra undirstöðuatriði þess að skrifa fyrir kóra og söngraddir. Námskeiðið er vinnustofa sem er ætluð fyrir byrjendur. Litið verður gaumgæfilega á nokkur merkileg verk fyrir kór og/eða raddir, þau greind og nemendur fá innsýn í það hvernig verkin eru uppbyggð. Nemendur eru hvattir til þess að skrifa stutt kórverk undir handleiðslu kennara á meðan á námskeiði stendur. 

Kennari: Dr. Helgi Rafn Ingvarsson, tónskáld og söngvari. 
Kennslutímabil: 20. júlí til 3. ágúst, kennt er: 20. júlí, 27. júlí og 3. ágúst.  
Kennsludagur og tími: Kennt er á þriðjudögum, 3 skipti kl. 12:00–13:30 

Kennslufyrirkomulag: Kennsla fer fram sem umræður, fyrirlestrar kennara, kynningar nemenda og endurgjöf kennara. 
Námsmat: Mæting og verkefnaskil. Í fyrstu kennslustund kynna nemendur örstutt hugmynd af því ör-tónverki sem þau vilja vinna að (gott er að mæta með t.d. textabrot, ljóð eða laglínu í vinnslu, en slíkt er ekki nauðsyn). Í annarri og þriðju kennslustund leggja nemendur ör-tónverk sín fram til endurgjafar og umræðu. 
Hæfniviðmið: Áætlað er að við lok námskeiðs muni nemendur hafa aukið við skilning sinn á uppbyggingu kórtónlistar. 

Forkröfur: Góður skilningur á tónfræði og hljómfræði, lágmarksaldur 18 ár 
Einingar: Kennt er án eininga 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara. 

Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku
 

Umsóknareyðublað

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is