Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er kennt á ensku. Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í BA námi í myndlist.
 
Í námskeiðinu verður saga og aðferðafræði vídeólistar og tilraunakvikmyndunar á síðari hluta 20. aldar rakin. Byrjað verður á að skoða Fluxus-hreyfinguna á fyrri hluta 7. áratugar 20. aldar, þegar kvikmyndun og vídeó var notað við að skrá gjörninga. Síðar á þeim áratug unnu lisrtamenn eins og Vito Acconci, Dan Graham, Steina og Woody Vasulka og Bruce Nauman að því að vinna miðlinum sess á sviði myndlistar.
 
Námskeiðið er byggt upp á þematískan hátt þar ákveðnir fletir vídeólistar og tilraunakvikmynda verða teknir fyrir í hverri viku. Tæknileg þróun verður til umfjöllunar í tengslum við fagurfræðileg áhrif verkanna, auk tengsla þeirra við samfélag og stjórnmál á hverjum tíma. Auk þess verður skoðað hvernig fræði miðlunar á 8. áratugnum hafði áhrif á þróun vídeós og kvikmyndunar og hvernig endurbætt og meira aðgengileg tækni bauð upp á flóknara samspil verka og fjölbreyttari frásagnarmáta á 9. áratugnum. Að lokum verður síaukið sampil vídeómiðilsins við netið tekin ttil umfjöllunar.
 
Námsmat:
 
Kennari: Erin Warner Honeycutt.
 
Staður og stund: ATH- Námskeiðið er kennt í HÁSKÓLA ÍSLANDS, fimmtudagar kl. 11.40 -13.10.
 
Tímabil: 11. jan. - annarloka 2018.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Stúdentspróf.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is