Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynna sér miðaldatónlist með fræðum og framkvæmd. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.

Nemendur hlýða á fyrirlestra þar sem ýmis tónlist miðalda er kynnt, grunnkennslu í lestri á miðaldanótnaskrift og flutningsmáta. Þeir vinna með sönghópnum Voces Thules með áherslu á gregoríanska söngva, aðra miðaldatónlist og/eða þjóðlegan söngarf. Nemendur læra aðferðir við flutning og útsetningar auk þess að snarstefja í miðaldastíl með notkun radda og miðaldahljóðfæra. Námskeiðinu lýkur á opinberum tónleikum. 

Námsmat: Ástundun virkni og opinberir tónleikar.

Kennarar: Sigurður Halldórsson og fleiri.

Staður og stund: Nánari upplýsingar síðar.

Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.

Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).

Forkröfur: Engar.

Nánari upplýsingar:  Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar. elinanna@lhi.is.