Velkomin á opnun sýningarinnar 'Yfir / Undir himnarönd' 3. maí kl. 17:00 - 21.00 í Norræna Húsinu, Reykjavík.

Sýningin er samstarf Æsu Sögu Otrsdóttir Árdal, nemanda myndlistardeildar Listaháskóla Íslands og Sarah Maria Yasdani, nemanda Konstfack, Stokkhólmi.

Ef ljós er okkur nauðsynlegt, þá er tími það einnig. Í sýningunni ’Yfir / Undir himnarönd’ mætast tvö kort yfir tíma; eitt fyrir ofan og eitt fyrir neðan sjóndeildarhringinn.

Sýningin byggir á reynslu okkar af náttúrunni, þar sem við víkkum skynjun okkar umfram það sem okkur er sýnilegt. Verkin vísa í rannsóknaraðferðir í kortagerð, það að draga það stóra yfir í það smáa til að skapa áþreifanlega skynjun á tíma og uppruna.

Nánari upplýsingar / Facebook viðburður