Tui Hirv flytur hádegisfyrirlestur í tónlistardeild um vinnu sína við skipulagningu höfundarverks Atla Heimis Sveinssonar. Fyrirlesturinn verður í Sölvhóli föstudaginn 17. Febrúar kl. 12:45-13:45. Allir velkomnir.

Tui Hirv er frá Eistlandi og útskrifaðist úr Eistnesku Tónlistarakademíunni árið 2007 með BA í klassískum söng og 2009 með MA í tónlistarfræðum. Sem meðlimur í Eistneska Filharmóníukammerkórsins og Vox Clamantis hefur hún komið fram víða um heim. Plata með tónlist Arvo Pärt, Adam's Lament, þar sem Tui syngur einsöng, fékk Grammy verðlaun árið 2013 í flokki kóratónlistar. Sem einsöngvari hefur Tui verið í góðri samstarfi við nútímatónskáld og kammerhópa. Í heimalandi sínu starfaði Tui lengi sem tónlistargagnrýnandi og fjallaði um tónlistarlíf í menningarblöðum.

Tui Hirv býr nú á Íslandi og hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu hérlendis síðan hún flutti til landsins árið 2013. Árið 2016 starfaði hún við að skipuleggja höfundarverk Atla Heimi Sveinssonar og gera það aðgengilegt flytjendum og almenningi. Því verki er engan veginn lokið en hún mun segja frá stöðu mála varðandi verkefnið í fyrirlestri sínum.