Lettneski píanóleikarinn og tónlistarfræðingurinn Dzintra Erliha fjallar um í tali og tónum um lettneska píanótónlist í tilefni hundrað ára afmælis Lettlands. Við sögu koma lettnesku tónskáldin   Lūcija Garūta, Janis Medins, Janis Ivanovs, Aivars Kalejs, Peteris Vasks og Santa Buss sem Dzintra mun greina frá og leika tónlist eftir.
Tónleikafyrirlesturinn fer fram föstudaginn 16. mars í flyglasal tónlistardeildar LHÍ, Skipholti 31, frá 12:30 - 14:00. Allir eru hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis.

Dzintra Erliha (f. 1981) nam píanóleik hjá Arnis Zandmanis við Jāzeps Vītols tónlistarakademíuna í Lettlandi. Hún lauk doktorsnámi árið 2013 en í doktorsritgerðinni fjallaði hún ævisögulegt samhengi, stíl og túlkunarleiðir í kammertónlist Lūcija Garūta. 

Hún hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum tónlistarkeppnum á borð við ROMA og Ludmila Knezkova-Hussey. Hún hefur komið fram á tónleikum víða í Lettlandi sem og í Brasilíu, Kanada, Íslandi, Frakklandi, Finnlandi, Pólandi, Úkraínu og víðar.