Valdar þýðingar úr rannsóknarverkefni Garðars Eyjólfssonar um samband manna og hesta í íslensku samhengi. Verkefnið er drifið áfram af efna og samhengisrannsóknum og verður miðlað með hlutum, videó, teikningum og ljósmyndum.

Innsetning sem samanstendur af snyrtisetti gert úr hestahófum; skærum, þjöl og greiðu, ásamt litlu myndbandsverki af manni að skipta um skeifu á hesti með mjög svipuðum tólum og við mannskepnunar notum til þess að snyrta okkur. Neglur og hár hesta og manna er úr sama efni, keratíni. Verkefnið miðar því að því að skapa ljóðræna tengingu milli efnis og menningar, leggur til lausnir en á sama tíma spyr spurninga um tengsl milli manneskjunar og dýra.

Verkið verður til sýnis í A.M Concept Space í samtali við vörur Anitu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur