Kammertónleikar:

Aldís Bergsveinsdóttir (fiðla), Sigrún Mary McCormick (víóla) og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir (píanó) leika tríó eftir Clarke.

Ásthildur Ákadóttir (píanó), Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir (fiðla) og Erna Ómarsdóttir (horn) leika tríó eftir Brahms.

Stefán Ólafur ólafsson (klarinett), Steina Kristín Ingólfsdóttir (víóla) og Guðný Charlotta Harðardóttir (píanó) leika tríó eftir Bruch.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Skammdegistónleikaröð tónlistardeildar er yfirheiti nemendatónleika í lok haustannar. Tónleikaröðin hófst með tónleikum í Hallgrímskirkju liðna helgi þar sem kór og hljóðfæranemendur skólans komu fram. 
Nú taka við einleiks- og kammertónleikar nemenda og standa þeir samfellt yfir á tímabilinu 25.nóvember til 11.desember.