Guðný Ósk Karlsdóttir nemandi í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands, Sandra Lind Þorsteinsdóttir, Sigríður Salvarsdóttir og Solveig Óskarsdóttir nemendur við söngdeild Listaháskólans, halda söngtónleika í Safnahúsinu laugardaginn 2.desember kl 16:00.



Þær flytja sönglög eftir Tryggva M. Baldvinsson, W. Gomez, Reynaldo Hahn, Jórunni Viðar, L. Bernstein, G. Fauré , S. Rachmaninoff, Karl O. Runólfsson, R.Strauss, G.F. Handel, Jón Leifs, Mozart , Verdi og Schubert.

Meðleikari er Selma Guðmundsdóttir.



Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!



Skammdegistónleikaröð tónlistardeildar er yfirheiti nemendatónleika í lok haustannar. Tónleikaröðin hófst með tónleikum í Hallgrímskirkju liðna helgi þar sem kór og hljóðfæranemendur skólans komu fram. 

Nú taka við einleiks- og kammertónleikar nemenda og standa þeir samfellt yfir á tímabilinu 25.nóvember til 11.desember.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!