HÁDEGISFYRIRLESTUR: VERONIKA GEIGER

Föstudaginn 27. október kl. 13.00 mun Veronika Geiger halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að laugarnesvegi 91.

Hvernig má nálgast ljósmyndun og landslag í samtímamyndlist. Á hvaða hátt geta þverfaglegar aðferðir opnað á nýja möguleika í listrænu ferli?

Í fyrirlestri sínum mun Veronika Geiger tala um nýjasta verkefni sitt sem snýr að tengslum ljósmyndunar og jarðfræði. Hún mun sýna verk í vinnslu, þar á meðal myndir unnar úr þunnum lögum af steinum, myndir gerðar á jökli og inni í helli og tala um hvers vegna engar þessara mynda eru unnar með myndavél. Einnig mun hún koma inn á hvernig nýlegar vettvangsferðir með jarðfræðingum hafa upplýst verkin hennar.

Veronika Geiger er dansk / svissenskur myndlistarmaður, búsett í Kaupmannahöfn. Eitt af viðfangsefnum hennar er íslenskt landslag. Eftir útskrift sína frá meistarnámi við Listháskóla Íslands árið 2016 hefur hún tekið þátt í tveimur vettvangsferðum í Holuhrauni ásamt jarðfræðingnum Morten S. Riishuus. Nýlega snéri hún aftur úr listamannavinnustofu í Banff Centre í Kanada þar sem að hún vann verkefni í samstarfi við kanadíska jarðfræðinginn Dave Pattison. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.