Þér er boðið á útskriftartónleika Maríu Oddnýjar þann 16. maí í Tjarnarbíói klukkan 21. Hún hefur stundað nám síðastliðin þrjú ár við Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun. 

Tónlistin sem mun hljóma á tónleikunum er frumsamin af Maríu og samstarfsfélaga hennar Friðriki Margrétar-Guðmundssyni tónskáldi, en þau hafa samið tónlist saman í rúmt ár. Verkefnið stendur undir nafninu Þerapía, en tónlistin er innblásin af tilfinningum og ýmsum geðkvillum, en María er mjög opin með sín geðrænu vandamál og textar hennar eru innblásnir af hennar líðan. 

Sem tónlistarkonu fannst henni áhugavert að fá að kafa inn í heim fleira tónlistarfólks sem glíma við samskonar vandamál og sjá hvernig tónlist hefur áhrif á þau, bæði jákvæð og neikvæð. 

Meðfram tónlistarsköpuninni hefur María verið að taka viðtöl við tónlistarfólk sem hefur glímt við m.a. kvíða og þunglyndi og verða viðtölin birt í kjölfar tónleikanna. 

Á tónleikunum ásamt Maríu og Friðriki koma fram:

Árni Freyr Jónsson, raf-gítar
Kristófer Rodriguez, slagverk
Þorsteinn Gunnar Friðriksson, raf-bassi

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir