Mæna er tímarit um hönnun á Íslandi sem gefið er út árlega af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Tímaritið er hannað og unnið af þriðja árs nemendum í grafískri hönnun en ritstjórar koma úr hópi kennara deildarinnar. Mæna er nú gefin út í 8. skipti og unnin í samstarfi við prentsmiðjuna Odda og Gunnar Eggertsson hf.

Þema Mænu í ár er ófullkomleiki sem endurspeglast í innihaldi, uppsetningu og útliti tímaritsins. Sýning á efni og innihaldi Mænu verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, meðan á HönnunarMars stendur.

Opnunargleði Mænu hefst klukkan 20:00 þann 23. mars.

Viðburðurinn á Facebook