Útskriftartónleikar Inger-Maren Fjeldheim fiðluleikara frá tónlistardeild LHÍ fara fram í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 23. maí klukkan 20. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Efnisskrá:

  • Ralph Vaughan Williams: The Lark Ascending
  • Johann Sebastian Bach: Andante og Allegro úr Sónötu númer 2 í a-moll BWV 1003
  • Kleiberg: Aske
  • Manuel De Falla: El paño moruno og Nana úr Sjö spænskum þjóðlögum
  • Wolfgang Amadeus Mozart/ Fritz Kreisler: Rondo í G-dúr úr Haffner-serenöðu
  • Edvard Grieg: Sonata no. 2 í G-dúr ópus 13

Píanóleikari á tónleikunum: Richard Simm

Inger-Maren hóf nám á síðasta ári sem skiptinemi við tónlistardeild LHÍ. Í framhaldi af því ákvað hún að ljúka BMUS-gráðu frá tónlistardeildinni en aðalkennari hennar við deildina hefur verið Guðný Guðmundsdóttir. Í haust mun hún halda aftur til Noregs og hefja nám í tónlistarfræðum við Háskólann í Osló.

Ljósmynd: Leifur Wilberg