Sviðslistadeild Listaháskólans efnir til málþings um sjálfbærni í tengslum við iðkun sviðslista. 

Málþingið er upphafspunktur tveggja ára verkefnis Norteas, samtaka sviðslistaskóla á Norðurlönd og er ætlað að beina sjónum að sjálfbærni listamannsins, sjálfbærni sviðslistanna og ábyrgð sviðslistamanna gagnvart umhverfi sínu og samfélagi. Þingið er haldið í tengslum við ársfund samtakanna og verða fulltrúar yfir 20 sviðslistaskóla frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum viðstaddir.

 

Málþingið fer fram í Bíó Paradís miðvikudaginn 1.febrúar kl.16:00 - 19:00 og er öllum opið.

 

Dagskrá:

  • Inngangsorð Steinunnar Knútsdóttur forseta sviðslistadeildar og formann Norteas.
  • Erindi I. Margrét Blöndal myndlistakona, margrethblondal.net 
  • Erindi II. Kári Viðarsson listrænn stjórnandi Frystiklefans á Rifi, thefreezerhostel.com
  • Erindi III Tuija Kokkonen sviðslistakona og Lektor í Teak, tuijakokkonen.fi
  • Samræður í smærri hópum
  • Hópar deila niðurstöðum

 

 

Kaffi og léttar veitingar.