Að gefnu tilefni efnir Leiðangurinn á Töfrafjallið til fagnaðar föstudaginn 15.desember í húsnæði LHÍ í Laugarnesi. Athöfnin hefst stundvíslega kl 12:00 í anddyri skólans og kl. 13:00 berst leikurinn inn í fyrirlestrasal skólans.

Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilraun með tíma og rúm sem kannar skynjun, þekkingu og vitundarsvið, fyrr og nú. Við lítum út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, viðurkennum og horfumst í augu við öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð.

Við nálgumst þessi mörk með aðferðum myndlistar, bókmennta, samræðna og athafna. Við yfirgefum sviðið og erum þar samt, leitum og finnumst innan þess og utan. Við skynjum athöfnina í senn sem getnað og fæðingu margbrotins huga; verk einstaklinga renna saman og flæða í tímabundnu rými reynslunnar. Við gröfum upp eyðiland neytendans, sem sífellt neytir í skorti og endalausri þörf fyrir meira þar sem ekkert meira er að hafa.

*Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn J. Auðarson.

Núna er tími til að gefa. Blóðbíllinn er á svæðinu. 

Eftir viðburðinn bíður myndlistardeild gestum og gangandi upp á almenna jólastemningu, jólaglögg og meððí. 🎄🎄🎄

Viðburðurinn er opinn öllum. 

 

img_6864.jpg