Nú er rétti tíminn til að undirbúa umsókn í Listaháskólann. Nýttu Háskóladaginn til að undirbúa umsóknina þína, komdu í heimsókn og hittu sérfræðingana

Háskóladagurinn 2017 fer fram laugardaginn 4. mars frá kl. 12 - 16. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða.
 
18 námsbrautir, 5 deildir.
 
Í Laugarnesinu verður allt námsframboð LHÍ kynnt, nemendur og kennarar verða til viðtals, námskynningar í fyrirlestrasal, inntökumöppur myndlistardeildar verða á Rauða torgi og inntökumöppur hönnunardeildar í Finnlandi. Reglulega springur út eitthvað óvænt svo sem tónlistarflutningur og gjörningar.
Farið verður í skoðanaferðir um húsnæðið reglulega yfir daginn og þá skoðuð verkstæðin í Laugarnesi, vinnurými nemenda og nemendasýningar.
 
Dagskrá á deginum:
12:00 Setning Háskóladagsins fer fram í Laugarnesinu
13:00 Kynning á hönnunardeild í fyrirlestrarsal
13:30 Kynning á sviðslistadeild í fyrirlestrarsal
14:00 Kynning á myndlistardeild í fyrirlestrarsal
14:30 Kynning á tónlistardeild í fyrirlestrarsal
15:00 Kynning á listkennsludeild í fyrirlestrarsal
 

Allan daginn
 

Lísuland
Svipmyndir frá starfi sviðslistadeildar
 
Finnland
Hönnunardeild með sýningu á verkum nemenda auk þess sem þar verða inntökumöppur frá deildinni og kennarar verða til viðtals.
 
Við bókasafnið
Stærðfræði-smiðja á vegum Listkennsludeildar verður fyrir framan bókasafnið. Smiðjunni stýrir Sinéad McCarron en hún hefur þróað nýstárlegar aðferðir til þess að kenna stærðfræði.
 
Starfsnám og skiptinám
Kynning verður á möguleikum til starfsnáms og skiptnáms fyrir nemendur skólans.