Nú er rétti tíminn til að undirbúa umsókn í Listaháskólann. Nýttu Háskóladaginn til að undirbúa umsóknina þína, komdu í heimsókn og hittu sérfræðingana

Háskóladagurinn 2017 fer fram laugardaginn 4. mars frá kl. 12 - 16. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða.

Á Háskóladeginum verður hægt að upplifa og sjá ótal viðburði, kynningar og uppákomur. Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá þannig innsýn og upplýsingar á einum og sama deginum.

Í Laugarnesinu verður allt námsframboð LHÍ kynnt, nemendur og kennarar verða til viðtals, námskynningar í fyrirlestrasal, inntökumöppur sem hægt er að skoða.