Thomas Thwaites heldur fyrirlestur um verk sín fimmtudaginn 30. mars klukkan 12:15 í fyrirlestrasal A í Þverholti 11. 

Thwaites sló í gegn á síðasta ári með verkefninu A holiday from being human (GoatMan), en fyrir verkefnið hlaut hann meðal annars Ig Nobel-verðlaunin, sem veitt eru fyrir óvenjulegar vísindarannsóknir. Í verkefninu setti hann sig í spor geitur, hannaði gervilimi sem gerðu honum kleift að ganga á „fjórum fótum“ og lifa í geitahjörð í Ölpunum í þrjá daga.Thomas fékk einnig mikla athygli fyrir verkefnið The Toaster Project þar sem hann bjó til brauðrist frá grunni.

Thwaites er gestakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands þar sem hann leiðbeinir nemendum á þriðja ári í vöruhönnun með lokaverkefnin þeirra í vikulangri vinnustofu. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn almenningi

Facebook viðburður