Miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 12:15 halda þau Alice Eldridge og Chris Kiefer fyrirlestur í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

Alice Eldridge er rannsakandi í stafrænni tækni og stafrænum gjörningalistum og er sellóleikari. Bakgrunnur hennar í tónlist, sálfræði (BSc), þróunar- og gagnvirkum kerfum (MSc), tölvunarfræði og gervigreind (PhD) veitir henni innblástur til grunnrannsókna innan vistfræði, tækni og tónlistar sem hún nálgast um miðilinn hljóð.

Chris Kiefer er lektor í tónlistartækni, raftónlistarmaður og hljóðfærahönnuður. Hann er sérhæfir sig í snertifleti tónlistarfólks við tölvur, mekanískri gagnvirkni og þekkingaröflun gerfigreinda.

Þátttökuhönnun (Participatory Design) er nálgun á þróun tækninýjunga með aðkomu hins ætlaða notendahóps. Þátttökuhönnun hjálpar til við þróun hluta og ferla sem nýtast notendum á sem bestan veg, valdeflir hagsmunaaðila og eykur líkur á notkun til lengri tíma. Hins vegar getur það reynst hönnunarteymum þrautinni þyngra að greina og skilja þarfir notenda í “sínu náttúrulega umhverfi”. Þau Alice og Chris munu ræða reynslu sína af þátttökuhönnun með fötluðum börnum og skólahljómsveitum auk þess sem þau munu segja frá samstarfsverkefni sínu sem snýr að breyttum sellóum þar sem þau gegna bæði hlutverki hönnuða og notenda.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn almenningi.

Facebook viðburður