Föstudaginn 17. mars kl.12:15 heldur Guðmundur Lúðvík Grétarsson fyrirlestur í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó í Vejle og er auk þess meðlimur í hönnunarfyrirtækinu Welling/Ludvik industrial design í Kaupmannahöfn. Hann mun flytja erindi um verkefni sín og ræða eigin náms- og starfsferil. Guðmundar hefur bakgrunn í handverki, myndlist og hönnun og sækir innblástur í skandinavíska handverkshefð. Guðmundur ólst upp í kringum handverk og starfaði sem smiður og húsgagnasmiður í fjöldamörg ár, áður en hann hóf nám við skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1999 og útskrifaðist sem húsgagnahönnuður frá Danmarks Design Skole árið 2002. Guðmundur vinnur á skapandi hátt og tvinnar saman tæknilegar og fagurfræðilegar hliðar hönnunar en að hans sögn hefur sú námsleið sem hann fór átt þátt í þeirri þróun. Guðmundur er fæddur í Reykjavík árið 1970 en býr og starfar í Danmörku í dag.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Facebook viðburður