TORA VICTORIA STIEFEL

Einkasýning TORA í Listaháskólanum opnar fimmtudaginn 26. október kl. 17:00 - 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist. 

Sýningin ber yfirskriftina SNART. SNART stendur fyrir „Self Narrative ART“ sem gæti útlagst sem Persónuleg frásagnarlist á Íslensku og er listrænt manifestó listamannsins TORA.
 
Sýningin fjallar um hatursorðræðu, samfélagsmiðla, tilfinningar, lífið og dauðann.
 
SNART yfirlýsingin boðar að sérhver listræn sköpun feli í sér speglun og sjálfssköpun þess er skapar.
 
„ Ég vafra á veraldarvefnum; lít yfir athugasemdarkerfi samfélagsmiðla. Ég safna fréttum og frösum sem innihalda og fjalla um hatursorðræðu og hatursglæpi. Hatursorðræða mótar mína sjálfsmynd. Þessi speglun mótar mína list og hefur áhrif á tilfinningar mínar sem ég nota í listræna tjáningu. Hér er á ferðinni listræn rannsókn. Með skoðun í sköpun hef ég fundið vensl milli: Haturs – Ótta og Dauðans og sannfærst um þessi vensl á dýpri hátt en rökhugsun getur fært mér og önnur reynsla getur fært mér. Sannfæring mín er sú að listin sé það afl sem best getur tekist á við þessi vensl hjá einstaklingum og hópum. Ég tel að ég hafi fundið sterk rök fyrir tilverurétti og tilgangi listarinnar“.

tora.png
 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.