Margrét Sesseljudóttir opnar einkasýninguna Síðan ég kom á Norður - Foss í Huldulandi, 1. hæð Listaháskólans að Laugarnesvegi 91, mánudaginn 5. febrúar kl. 16:00. Er þetta önnur opnun meistaranema í myndlist á vormisseri innan sýningarraðarinnar Kveikjuþræðir.

Meistaranemar á fyrra ári í myndlist við Listaháskóla Íslands halda röð samsýninga á vorönn 2017. Sýningarnar eru af ólíkum toga en eiga það sammerkt að vera eins konar kveikjuþræðir og nánari útfærslur af hugmyndum og vinnuferli nemenda fram til þessa.

Margrét Sesseljudóttir útskrifaðist með BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og stundar nú meistaranám við myndlistardeild. Í list sinni vinnur hún skúlptúra og gjörninga þar sem umfjöllunarefnin eru óhugnanlegar heimilsaðstæður, vandræðaleiki, depurð og minnisleysi.

Facebook viðburður